FLUTNINGSÞRIF
Við höfum verið að bjóða viðskiptavinum okkar upp á flutningsþrif í 14 ár. Það er ekki létt að flytja hvað þá að þurfa þrífa íbúðina eftir flutninga. Með því að fá okkur í flutningsþrif raska flutningarnir sem minnst og þú hefur meiri tíma til að einbeita þér að flutningunum. Þannig verða skil þín til fyrirmyndar og allir verða sáttir með viðskiptin.
Hvað er innifalið í þrifum?
Ryksugum og skúrum
Þurrkum af yfirborðsflötum
Skrúbbum og þrífum vaska, klósett, sturtur og baðkör
Fægjum spegla, krana og helluborð
Þrífum inn í skápum
Veggir rykhreinsaðir
Rúður þrifnar að innan
Hurðir og hurðalistar þrifnir
Innréttingar þrifnar
Ef bæta þarf inn þrifum sem eru ekki talin upp hérna í listanum er gott að taka það fram í tilboðsforminu og við bætum því við listann.